AMR sem móðurfélag American Airlines, sem er þriðja stærsta flugfélag heims, tapaði tveimur milljörðum bandaríkjadala árið 2011, um 250 milljörðum króna.

Helstu keppinautar þess högnuðust hins vegar í fyrra. Delta hagnaðist um 850 milljónir dala og Continental um 860 millljónir dala. Markaðsaðstæður voru erfiðar þar sem olíuverð rauk upp á árinu.

Félagið, sem er í greiðslustöðvun (e. Chapter 11), tilkynnti í gær um verulegar breytingar á yfirstjórn félagsins, í annað sinn á skömmum tíma.

Reksturinn gekk hörmulega á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og tapaði félagið 1,1 milljarði dala á tímabilinu. Áætlanir gerðu hins vegar ráð fyrir 97 milljón dala tapi.

Félagið hefur verið rekið með tapi síðustu fjögur ár.

Flugvélar American Airlines.
Flugvélar American Airlines.