Frá því að kreppan skall á hafa sex stærstu bankar Bandaríkjanna, sem JPMorgan og Bank of America leiða, greitt yfir 100 milljarða dollara í lögfræðikostnað. Það er meira en allar arðgreiðslur til hluthafa sem bankarnir hafa greitt síðustu 5 árin. Summan er einnig hærri en hagnaður allra bankanna árið 2012, að því er fram kemur í umfjöllun Bloomberg-fréttaveitunnar .

Undir þennan kostnað falla greiðslur til lögfræðinga og kostnað við að semja við málsaðila um lok mála.

Þessi kostnaður hefur verið erfiður fyrir bankana en þeir hafa reitt á sparnað í rekstri til að bæta upp minnkandi tekjur. Bankarnir vara við að þessi kostnaður gæti aukist þegar eftirlitsaðilar og fjárfestar krefjast skaðabóta. Þetta hefur haft áhrif á framtíðarhorfur hlutabréfa bankanna.