Breska þingið felldi í kvöld tillögu David Cameron forsætisráðherra Bretlands um hernaðaríhlutun gegn ríkisstjórn Sýrlands vegna beitingu stjórnarhersins á efnavopnum. BBC greinir frá.

Tillaga ríkisstjórnarinnar Cameron var felld naumlega, eða með 285 atkvæðum gegn 272.

Cameron sagði eftir atkvæðagreiðsluna að ljóst að þingið vill ekki grípa til aðgerða og ríkisstjórnin muni fara að vilja þingsins.

Niðurstaðan er gríðarlegt áfall fyrir Cameron, sem hefur þurft að þola talsverðan mótbyr undanfarið, sérstaklega í eigin röðum.

Má þar helst nefna Evrópusambandsmálin, en margir þingmenn Íhaldsflokksins vilja að Bretland segi sig úr ESB og vilja gefa kjósendum kost að tjá hug sig um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.