Hagvöxtur á evrusvæðinu nam 0,3% á fjórða ársfjórðungi 2014. Þetta kemur fram í tölum hagstofu Evrópusambandsins.

Þýskaland dregur þennan svæðisins áfram, en hagvöxur í landinu nam 0,7%. Á sama tíma nam hagvöxtur í Frakklandi aðeins 0,1%.

Gríska hagkerfið skrapp saman um 0,2% en hagvöxtur hafði mælst alla þrjá ársfjórðungana á undan. Hagvöxtur ársins alls nam 1,7%, sem er 0,5% minna en hagspár gerðu ráð fyrir.