Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, segir að landið muni ekki inna af hendi afborgun af láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag. Reuters greinir frá þessu.

Afborgunin er á gjalddaga í dag og þarf að greiðast fyrir kl. 18 að bandarískum tíma. Nú er hins vegar ljóst að Grikkland mun ekki greiða af láninu fyrir þann tíma.

Þjóðarþing Grikklands hefur samþykkt að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur alþjóðlegra lánveitenda og mun hún fara fram á sunnudag. Kjósi Grikkir gegn tillögunum þýðir það að líkindum greiðslufall landsins og brottfall úr evrusamstarfinu.