Gríska þingið samþykkti í dag með naumum meirihluta lög sem heimila ríkisstjórn landsins að einkavæða ríkisfyrirtæki. Aðeins voru 148 þingmenn sem samþykktu frumvarpið, en 139 voru á móti. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.

Frumvarpið er hluti af samkomulagi við lánadrottna landsins og Evrópusambandið. Í því felst sú breyting að getur selt allan hlut sinn í ýmsum fyrirtækjum. Samkvæmt eldri lögum þurfti ríkissjóðurinn að eiga tiltekinn minnihluta eða fara með gullið hlutabréf (e. golden share). Með slíku hlutabréfi gátu stjórnvöld haft áhrif í stjórnum félaga langt umfram hlutafjáreign.

Meðal fyrirtækja sem sem nú verður hægt að selja eru Hellenic olíufélagið, ríkislottóið OPAP, vatnsveitur Aþenu og Thessaloniki, Gríska póstinn, höfnina í Piraeus sem er stærsta höfn Grikklands og fleiri hafnir.