Grikkir eru komnir úr tæknilegur gjaldþroti. Matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefur hækkað lánshæfismat Grikklands í CCC. Í febrúar síðastliðnum var lánshæfismatið lækkað svo Grikkland var talið tæknilega gjaldþrota. Það var gert í kjölfar þess að grísk stjórnvöld náðu samningum við fjármálafyrirtæki um að afskrifa meira en 50% af skuldum þess.

Lánshæfismatið er nú hækkað í kjölfar þess að fjármál Grikkja hafa verið endurskipulögð og viðbótarlán að andvirði 130 milljarða evra tryggð frá evrulöndum og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum í mars síðastliðnum.