Ekki liggur fyrir hvort og þá hvenær matsfyrirtæki færa Grikkland úr ruslflokki. Matsfyrirtækið Fitch lækkaði lánshæfismat landsins niður í ruslflokk í janúar í fyrra og hefur ekki hnikað mati sínu síðan þá.

Eins og frá var greint í gær náðist niðurstaða í skuldavanda Grikkja í fyrrinótt. Samkvæmt samningunum á skuldsetning Grikkland að vera 120,5% af þjóðarframleiðslu árið 2020. Skuldabréfaeigendur þurfti að afskrifa rúman helming af eign sinni og lækka skuldir Grikklands um 107 milljarða evra í kjölfarið. Í ofanálag lækka laun um allt að 20%.

Í netútgáfu breska dagblaðsins Telegraph kemur fram að þegar Úrúgvæ rambaði á barmi gjaldþrots þá hækkaði lánshæfismat landsins tveimur mánuðum eftir að landið fór í gegnum fjárhagslega uppstokkun. Jamaíka lá hins vegar á botninum í aðeins einn dag þegar það komst í gegnum brimskaflinn fyrir tveimur árum, samkvæmt umfjöllun blaðsins.

Skuldapakki Grikklands ræddur í Brussel
Skuldapakki Grikklands ræddur í Brussel
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Gríski forsætisráðherrann, Lucas Papademos, ræðir við framkvæmdastjóra AGS, Christine Lagarde, í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussels