Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AG) samþykkti í dag að veita Grikkjum 28 milljarða evra lán sem gera á ríkisstjórn landsins kleift að standa við skuldbindingar sínar í mánuðinum. Lánið er hluti af stóra alþjóðlega neyðarlánapakkanum sem lending náðist um á dögunum. Þegar lánin verða í höfn þurfa Grikkir ekki að endurfjármagna lán sín fyrr en eftir tvö ár.

Reuters-fréttastofan segir grísk stjórnvöld fá 1,65 milljarða evra frá AGS strax.

Í þeirri skuldaaflausn sem Grikkjum er veitt með lánveitingunni og forðar landinu frá þjóðargjaldþroti felst að þeir sem eiga grísk ríkisskuldabréf tapa 74% af fjárfestingu sinni.