Evrópusambandið hefur gefið grískum stjórnvöldum aðeins sex virka daga til viðbótar til að skila tillögum um umbætur og hagræðingu í ríkisfjármálum svo hægt sé að ganga frá samkomulagi um neyðarlán til Grikklands.

Samkomulagið þar, að mati ESB, að liggja fyrir áður en fjármálaráðherrar evrusvæðisins funda þann 24. apríl næstkomandi, en þegar tekið er með í reikninginn helgar og páskafrí grísku rétttrúnaðarkirkjunnar eru aðeins sex virkir dagar til stefnu.

Í dag átti gríska ríkið að greiða tæplega 460 milljónir evra í afborgun á láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og segir í fréttinni að það hafi verið gert.