Samninganefnd frá Evrópusambandinu, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hópi kröfuhafa Grikkja vinna nú að því hörðum höndum að fá stjórnvöld á Grikklandi til að herða tökin og skera ríkisútgjöld frekar niður. Gangi það ekki eftir er talið ólíklegt að stjórnvöld fái á 130 milljarða evra lánalínu sem þau þurfa á að halda til að standa við skuldbindingar sínar. Fari svo er líklegt að landið húrri fram af gjaldþrotabarminu.

Fundarhöldin hafa staðið linnulítið yfir alla vikuna.

Reuters-fréttastofan greinir frá því í umfjöllun sinni um málið að samningamenn séu orðnir frekar pirraðir því langt sé í land að þær aðhaldsaðgerðir sem þeir hafi krafist af stjórnvöldum verði að veruleika. Þá verður þetta annar stóri björgunarpakkinn sem Grikkir fá á þremur árum.

Pantelis Kapsis, upplýsingafulltrúi grísku ríkisstjórnarinnar, segir í samtali við fjölmiðla dyr lánsfjármarkaða lokaða Grikkjum og því sé ljóst að landið fari á hliðina fái þau ekki fjölþjóðlegt lán til að standa við skuldbindingar sínar.