Grikkir hyggjast ráðfæra sig við Rothschild Group varðandi niðurgreiðslu skulda ríkisins til þess að koma í veg fyrir greiðslufall á lánum sínum.

Samkvæmt heimildum Financial Times vonast stjórnvöld í Aþenu til þess að vera búin að ganga frá ráðningunni fyrir fund fjármálaráðherra evrusvæðisins 20. febrúar næstkomandi. Sagt er að Rothschild komi til með að veita Grikkjum ráðgjöf í öllu sem viðkemur niðurgreiðslur skulda ríkisins.

Bág staða Grikklands

Eins og Viðskiptablaðið gerði ítarlega grein fyrir nýlega þá hafa skuldir gríska ríksisins haldið áfram að aukast, þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum.

Halli á rekstri ríkisins var um 15% árið 2009, en í fyrra var smávægilegur afgangur á ríkissjóðnum. Þetta er ein mesta breyting sem orðið hefur á ekki lengri tíma í sögu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. En vegna þess hve mjög hagkerfi Grikklands hefur dregist saman á þessu tímabili hefur hlutfall skulda ríkisins af vergri landsframleiðslu haldið áfram að hækka hratt. Í árslok 2015 var hlutfallið um 179% og hefur ekki minnkað síðan þá.