Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, munu hittast á fundi í dag þar sem þau munu skilmála endurgreiðsluáætlunar Grikkja vegna neyðarlána til landsins. BBC News greinir frá þessu.

Evrópusambandið hefur áður heitið því að veita Grikkjum tveggja milljarða evra lán til þess að ýta undir hagvöxt í landinu, en Merkel sagði síðastliðinn föstudag að engir peningar færu til Grikklands nema skýrar tillögur um úrbætur lægju fyrir.

Tíminn er naumur og hafa Grikkir sagt að þeir gætu þurft að velja á milli þess að greiða af lánum eða opinberum starfsmönnum laun. Í upphafi var áætlað að lánið skyldi veitt í aprílmánuði en Grikkland gæti þurft á peningunum að halda fyrir þann tíma eigi ekki að koma til greiðslufalls. Hins vegar þurfa fjármálaráðherrar Evruríkjanna að samþykkja umbótatillögur landsins áður en til þess kemur.