Það virðist vera stutt í að Grikklandi verði uppskroppa með fé en talsmaður ríkisstjórnarinnar, Gabril Sakellaridis segir að samningar séu nauðsynlegir strax en Grikkir þurfa að greiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 1,5 milljarða evra 5.júní. Þetta segir í frétt BBC .

Gríska ríkisstjórnin, ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa verið í samningaviðræðum seinustu fjóra mánuði. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ESB segja að það sé grundvallaratriði að þessar samningaviðræður verði kláraðar áður en Grikkir fá aukið lán upp á 7,2 milljarða evra. Vandamál sem enn eiga eftir að leysa innihalda meðal annars lífeyri, vandamál á vinnumarkaði og endurráðningu um 4000 fyrrum embættismenn.

Grikkland stendur frammi fyrir strangri áætlun endurborgana á næstum mánuðum og þurfa einnig að stamda skil á launagreiðslum og lífeyri. „Samningum miðar áfram þó það taki sinn tíma“ segir talsmaður ESB, Margaritis Schinas.