Grikkir munu gefa út skuldabréf til fimm ára á næstunni. Þetta er fyrsta skuldabréfaútgáfa gríska ríkisins frá því að ríkið fékk fyrst neyðarlán fyrir fjórum árum.

Þúsundir Grikkja gengu í morgun að þinginu til þess að mótmæla fækkun opinberra starfa og niðurskurði á fjárlögum. „Evrópusambandið, AGS takið peningana ykkar í burtu og farið héðan,“ hrópaði fólkið í morgun.

Í verkfalli sem nú stendur yfir í landinu var skólum og apótekum lokað. Skip lágu bundin við bryggju og einungis neyðarvaktir eru á spítölum.

BBC greindi frá.