Kroes, Neelie
Kroes, Neelie
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)

Grikkir geta kastað evrunni án þess að það skaði evrusamstarfið, að sögn Neelie Kroes, aðstoðarforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Kroes segir í samtali við hollenska dagblaðið Volkskrant í dag að þótt hún styðji ekki brotthvarf Grikkja úr myntbandalaginu þrátt fyrir allt það sem á hefur gengið þá sé það mögulegt. Þetta er þvert á það sem margir hafa áður haldið fram.

Grikkland logar í öldu mótmæla í dag þegar ríkisstarfsmenn lögðu niður störf vegna fyrirhugaðs niðurskurðar. Kroes beindi hins vegar þeim orðum sínum til grískra stjórnvalda, að ætli þau að fá annan björgunarpakka Evrópusambandsins sem á að gera þeim kleift að standa við skuldbindingar sínar í næsta mánuði.

Björgunarpakkinn hljóðar upp á 130 milljarða evra, jafnvirði 21 þúsund milljarða íslenskra króna. Heildarskuldbindingar Grikkja sem eru á gjalddaga á þessu ári hljóða upp á 32 milljarða evra. Þar af eru lán upp á rúma 14,4 milljarða á gjalddaga í næsta mánuði.