Grísk stjórnvöld undirbúa nú jarðveginn fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og að sögn blaðsins Kathimerini mun gríska þjóðin þá taka ákvörðun um hvort landið eigi að segja sig úr Myntbandalagi Evrópu og þar með kasta evrunni. Grikkland hefur, eins og öllum er kunnugt, átt við gríðarleg efnahagsvandræði alveg síðan ríkisstjórn Giorgios Papandreou kom upp um umfangsmiklar tölfræðifalsanir forvera sinna árið 2009. Margir vilja kenna evrunni um hvernig komið er fyrir Grikkjum og aðrir segja það einu leið landsins út úr vandanum að kasta evrunni.

Angelos Tolkas, talsmaður ríkisstjórnarinnar, hefur staðfest að komið hafi til tals að halda atkvæðagreiðslu í haust, en neitar þó staðfastlega að kosið verði um evruna. Þá liggur ekki fyrir slík atkvæðagreiðsla færi fram.