Úttektir af innlánsreikningum í grískum bönkum fara stigvaxandi í aðdraganda kosninga um næstu helgi. Bloomberg hefur eftir heimildarmönnum innan gríska bankakerfisins að undanfarinn mánuð hafi úttektir verið á bilinu 100 til 500 milljónir evra, en að í gær hafi heildarúttektir numið um 700 milljónum evra.

Er gert ráð fyrir því að í maí hafi heildarútflæði peninga úr grískum innlánsreikningum numið um sex milljörðum evra, en bankakerfið er ekki talið geta þolað slíkan fjármagnsflótta lengur en í örfáa mánuði.