Atvinnuleysi mældist 27% á Grikklandi í nóvember í fyrra, samkvæmt samtekt hagstofu landsins. Staðan hefur aldrei verið verri en til samanburðar stóð það í 26,6% í október. Þetta er veruleg aukning á milli ára en atvinnuleysi á Grikklandi mældist 20,8% í nóvember í fyrra. Staðan er verst hjá Grikkjum á aldrinum 15 til 24 ára en í þeim hópi fólks mælist 61,7% atvinnuleysi.

AP-fréttastofan segir stöðu efnahagsmála á Grikklandi afar slæma enda hefur landsframleiðsla þar dregist saman sex síðastliðin ár þrátt fyrir umsvifamiklar björgunaraðgerðir í því augnamiði að forða landinu frá gjaldþroti. AP-fréttastofan vitnar í umfjöllun sinni um stöðu mála á Grikklandi að því sé nú spáð að ekki horfi til betri vegar í efnahagsmálum á allra næstu misserum og sé útlit fyrir að tæpum þriðjungur landsmanna muni verða komnir undir fátæktarmörk fyrir árslok.