Georg Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, lýsti því yfir á fundi með Angelu Merkel og Nicolas Sarkozy í gærkvöld að Grikkir myndu líklega greiða atkvæði um björgunarpakka ESB og AGS annað hvort 4. eða 5. desember. Þetta kom fram á RÚV.

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, segir að Grikkir fái ekki greitt af átta milljarða evra láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrr en þeir hafa eytt allri óvissu um málið af sinni hálfu. Grikkir yrðu að að ákveða í eitt skipti fyrir öll hvort þeir vilji halda áfram samstarfinu í myntbandalagi Evrópu.

Þá lýsti Sarkozy því einnig yfir að eflingu björgunarsjóðs evruríkjanna yrði hraðað. Þetta kom fram að loknum þeirra Merkel Þýskalandskanslara með Georg Papandreou, forsætisráðherra Grikklands í Cannes í Frakklandi í gærkvöld en þar funda leiðtogar tuttugu helstu iðnríkja heims.