Ef grískir bankar fá ekki meira innflæði er líklegt að Grikkir muni þurfa að lækka úttektarheimild sína en frekar. Frá því í síðustu viku hafa Grikkir einungis geta tekið út 60 evrur á dag úr hraðbönkum, eða sem nemur tæpum 8900 krónum. Lækka verður úttektarheimildina til að koma í veg fyrir þjóðargjaldþrot.

Evrópski seðlabankinn mun ræða það á næstunni hvort hann hyggist veita Grikkjum 89 milljarða evra neyðarlán. Ef þeir veita ekki lánið munu Grikkir þurfa að takmarka úttektarheimildina enn frekar.

Takmörkunin hefur leitt til skorts á einstækum matvælum og lyfjum sem innflutt eru til Grikklands.

Búist er við því að bankar verði áfram lokaðir en ýmsir ráðamenn hafa sagt að viðskiptavinir geti mögulega fengið aðgang að bankahólfum.