Grísk stjórnvöld hafa í meginatriðum náð samkomulagi við alþjóðlega lánveitendur að sögn Evklíðs Tsakalotos, fjármálaráðherra landsins. BBC News greinir frá þessu.

Evklíð tjáði fjölmiðlum að aðeins ætti eftir að ganga frá tveimur eða þremur atriðum en að öðru leyti liggi samkomulag um neyðarlán til landsins fyrir.

Fjárhæð lánsins nemur 86 milljörðum evra og verður tekið til þriggja ára. Grísk stjórnvöld vonast til þess að fá samþykki landsþingsins fyrir lántökunni nú í vikunni.