Grískur almenningur er mjög ósáttur við þá ákvörðun norsku Nóbelsnefndarinnar að veita Evrópusambandinu friðarverðlaun Nóbels. Í frétt BBC segir að meirihluti Grikkja kenni ESB og Þýskalandi um ófarir landsins og kom það berlega í ljós þegar tugir þúsunda Grikkja mótmæltu komu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands til Grikklands. Sumir mótmælendur voru klæddir í nasistabúninga og segir það margt um hvaða augum þeir líta Þjóðverja nú.

Í frétt BBC segir að margir Grikkir líti svo á að gríska þjóðin sé í efnahagslegu stríði og að ESB sé um að kenna. Þá þyki mörgum Grikkjum sem þeir hafi lítið um það að segja hvernig landinu er stjórnað eða um efnahagslegar ákvarðanir grísku stjórnarinnar síðustu misseri.