Grikkir sökuðu fulltrúa Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um afskipti af innanríkismálum í gær eftir að fulltrúar stofnanna höfðu sagt að Grikkir þyrftu að hraða umbótum og selja meira af eignum ríkisins. Þetta kemur fram á vef Reuters.

Eftirlitsnefnd á vegum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kom til Grikklands á föstudag til að fylgja eftir samkomulagi vegna neyðarlána til landsins. Nefndin var gagnrýnni á störf stjórnvalda í Grikklandi en áður en samþykkti 15 milljarða evra úthlutun neyðarlánsins.

George Papandreou forsætisráðherra Gríkklands kvartaði yfir orðun eftirlitsnefndarinnar við Dominique Strauss-Kahn forstjóra AGS og Olli Rehn sem sér um gjaldmiðlamál hjá framkvæmdastjórn ESB. Í símtölum sínum við Strauss-Kahn og Rehn sagði Papandreou hegðun fulltrúa þeirra vera óásættanlega.