Grikkir hafa samþykkt nýjustu niðurskurðaáætlanir yfirvalda. Þetta gerðist á gríska þinginu í gærkvöld þegar niðurskurðarfrumvarp stjórnvalda var með atkvæðum 153 af 300 þingmönnum og mátti því vart tæpara standa.

Samþykki Grikkja á frumvarpinu er forsenda þess að landið hljóti áframhaldandi aðstoð úr sjóðum Evrópusambandsins og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Í frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir skattahækkunum, lækkunum félagslegra bóta og hækkun eftirlaunaaldurs.

Grikkir hafa mótmælt frumvarpinu harðlega og kom til átaka í nótt á milli lögreglu og mótmælenda.