Grísk stjórnvöld munu skila tillögum til úrbóta í efnahagslífi sínu til lánardrottna fyrir klukkan tíu í kvöld samkvæmt frétt BBC um málið. Guardian greinir frá því að í þeim er gert ráð fyrir 13 milljarða evra niðurskurði í ríkisfjármálum en til móts við það er gert ráð fyrir umtalsverðum skattahækkunum og ósk eftir 50 milljarða evra neyðarláni. Samkvæmt heimildum Guardian hafa tillögurnar nú þegar verið samþykktar af stjórnvöldum.

Frestur Grikkja til að skila inn tillögunum rennur út á miðnætti en forsætisráðherra Grikkja, Alexis Tsipras hefur boðað til þingfundar um þær í fyrramálið samkvæmt heimildum Guardian.