Ef Grikkir yfirgefa evruna þá gætu þeir þurft á neyðaraðstoð að halda sem myndi nema allt að 259 milljörðum evra. Þetta kemur fram í frétt The Guardian um nýja skýrslu Open Europe um væntanlegar afleiðingar þess ef Grikkir ákveða að fara út úr evrusamstarfinu.

Í skýrslunni kemur fram að Grikkir myndu þurfa á neyðaraðstoð að halda við útgöngu og myndi sú aðstoð þurfa að nema á bilinu 69 til 259 milljarða evra. Aðstoðin myndi að öllum líkindum koma frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, evrulöndunum og svo öðru löndum utan evrusamstarfsins. Þar af gætu Bretar gert ráð fyrir að þurfa að ábyrgjast fjóra til sex milljarða evra.