Fjármálaráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins funda í Brussel í dag og er búist við að aðalmál fundarins verði erfið staða gríska hagkerfisins. Almennt virðist sú skoðun ríkja, að sögn BBC, að 110 milljarða evra stuðningur sem landið fékk árið 2010 muni ekki duga til þess að leysa mestu vandamálin.

BBC hefur eftir Jean-Claude Juncker, formanni Myntbandalags Evrópu, að sennilega verði reynt að semja við lánardrottna um einhvers konar framlengingu á skuldum Grikkja en hann útilokar að farið verði í stærri endurskipulagningu þeirra. Grikkir verði að skera niður hagkerfið og hefja einkavæðingarferlið.