Grikkland hefur ekki efni á að greiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til baka greiðsluna sem er á eindaga 5.júní. Þetta segir innanríkisráðherra Griklands, Nikos Voutsis. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Greiða átti tilbaka 1,6 milljarða evra sem Voutsis segir að ekki séu til í ríkiskassanum.

Fjármálaráðherra Grikklands sagði að miklum árangri hefði verið náð. Grikkland væri komið komið langleiðina en sagði að nú þyrftu lánararnir, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið, að koma til móts við Grikkland.