Sá gríðarlegi efnahagsvandi sem Grikkir eiga við etja hefur valdið því að traust á bönkum þar í landi hefur minnkað mikið. Fyrstu fimm mánuði ársins lækkuðu innistæður í bönkum verulega, eða um 8%. Aldrei hafa innistæður lækkað jafn mikið á stuttum tíma síðan árið 2001, eða frá því að byrjað var halda utan um slík gögn. Samkvæmt vef Telegraph er skýringin bæði sú, að grískir efnamenn hafi fært peninga sína frá landinu og að heimilin og fyrirtækin í landinu gangi nú á sparnað sinn til á láta enda ná saman. Skuldir grískra banka vð Evrópska seðlabankann hafa aldrei verið hærri en nú, en í lok júlí var hún um 116 milljarðar evra.