Fitch Ratings í New York.
Fitch Ratings í New York.
© vb.is (vb.is)
Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn Grikklands niður í D eða í gjaldþrot. Um er að ræða tímabundna lækkun. Talið er að einkunnin nái aftur ruslflokki fljótlega. Er þetta í samræmi við spár eftir að samkomulag náðist um björgunaraðgerðir Grikklands. Stóru matsfyrirtækin þrjú höfðu varað við þessum aðgerðum.

Matsfyrirtækið Moody's hefur einnig lækkað lánshæfi Grikklands. Moody's lækkaði einkunnina um þrjú stig úr Caa1 í Ca, sem er næst lægsta lánshæfiseinkunn sem Moody's gefur. Moody's mun enduskoða einkunnina aftur fljótlega.