Gríska ríkið er sagt mjög nálægt því að ná að kaupa aftur skuldabréf að nafnvirði 30 milljarða evra. Kaupin eru skilyrði fyrir því að Grikkland fái fjárhagsaðstoð frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Í frétt Bloomberg segir að Grikkland sé að nota 10 milljarða lán frá björgunarsjóði ESB til að kaupa aftur 30 milljarða skuldabréf, sem þýðir að eigendur skuldabréfanna eru að fá um þriðjung nafnvirðis bréfanna í reiðufé.

Ef erlendir lánadrottnar eru ekki reiðubúnir að selja skuldabréfin á þessu verði eru grískir bankar sagðir tilbúnir að selja allt að 15 milljarða af skuldabréfum til að ríkið nái markmiði sínu.