Grikkland á það á hættu að vera rekið úr Schengen samstarfinu ef landið gerir ekki meira til að tryggja ytri landamæri Schengen.

Belgía, Austurríki og Svíþjóð hafa öll krafist þess opinberlega að Grikkir auki við landamæragæslu sína. Innanríkisráðherrar ríkjanna hittast í Amsterdam í dag til að ræða aðgerðir til að styðja við Schengen. Meðal þeirra aðgerða sem þeir hafa komið fram eru að bæta landamæragæslu við landamæri Makedóníu og Grikklands og að heimila einstaka ríkjum að halda uppi landamæraeftirliti í tiltekinn tíma.

Anders Ygeman, innanríkisráðherra Svíþjóðar hefur sagt að ef að ríki uppfyllir ekki skyldur sínar þá þarf að takmarka tengingar þess við Schengen samstarfið. Ef ríkið hefur ekki stjórn á landamærunum þá hefur það afleiðingar fyrir frjálsa för fólks frá ríkinu.