Gríska ríkið þarf 45 milljarða evra til viðbótar 110 milljörðum sem landið fékk að láni frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þetta hefur Bloomberg fréttastofan eftir heimildarmönnum sem koma að viðræðum um lausn skuldamála landsins.

Stórt gat er í fjármögnun ríkisins árin 2012-2014, eða um 157 milljarðar evra. Samkvæmt Bloomberg verður því gati lokað með sölur ríkiseigna fyrir tæpa 30 milljarða evra, 57 milljörðum sem eftir eru af 110 milljarða aðstoðinni og um 30 milljarða í framlengingu lána.

Eftir standa því 45 milljarðar evra sem ríkisstjórn Grikklands og ESB ræða hvernig skal brúa.  Líklegt þykir að sú fjárhæð komi í formi láns frá ESB eða aðildarríkjum þess.