Leiðtogafundi Evrópusambandsríkja síðar í dag um framtíð Grikklands í myntbandalagi Evrópu hefur verið aflýst í ljósi þess að viðræður um hvort veita eigi Grikkjum neyðarlán kláruðust ekki í gær. Fjármálaráðherra Evrópusambandsríkja slitu fundinum í gærkvöldi en hafa nú Grikklandsviðræður hafist á ný.

Án samnings er óttast að Grikkland muni yfirgefa evruna. Sjaldan hefur verið hætt við fundi hjá evrópusambandinu með jafn stuttum fyrirvara. Leiðtogi evruhópsins Jeroen Dijsselbloem hefur sagt viðræður gærdagsins mjög erfiðar. En segir þó að um framfarir sé að ræða.

Í frétt BBC news um málið segir að túlka megi niðurstöðuna á tvennan hátt. Í fyrsta lagi gætu viðræður verið að ganga svo illa að það er enginn tilgangur með því að leiðtogar Evrópu komi til að ræða um samning sem ekki verði að. Í öðru lagi er hægt að túlka þetta á jákvæðan hátt, þrátt fyrir að það sé langt í samning er viljinn fyrir hendi til að semja í dag.

null