Hagnaður Grill markaðsins ehf. nam tæplega 83,7 milljónum króna árið 2015. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. Hagnaðurinn hefur aukist milli ára, en hann nam rétt rúmum 74 milljónum árið 2014.

Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins 233 milljónum króna, á meðan bókfært eigiðfé í árslok var 160,4 milljónir og eiginfjárhlutfallið 69%.

Alls voru þrír hluthafar í félaginu, tveir af þeim sem áttu meira en 10%. Guðlaugur Papkum Frímannsson var skráður fyrir 30% og Fiskmarkaðurinn ehf. fyrir 60%. Félagið greiddi alls 20 milljónir króna arð.

Handbært fé í lok árs var alls 9 milljónir króna.

Fiskmarkaðurinn ehf. sem er í eigu Hrefnu Rósu Jóhannsdóttur Sætran og Ágústs Reynissonar birti einnig uppgjörið sitt í dag. Félagið hefur gengið vel og hagnaðist alls um 92,7 milljónir króna á árinu.