Helstu kjötafurðir hafa hækkað um allt að 24% á síðustu tólf mánuðum. Mest er hækkunin á lambahrygg, samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Annað dilkakjöt hefur hækkað á bilinu 5 til 20% frá því í maí í fyrra. Lítil hækkun hefur orðið á því nautakjöti sem Hagstofan mælir verðlag á en svínakótelettur hafa hækkað um 23%.

Viðmælendur Viðskiptablaðsins í kjöt- og verslunargeiranum eru á öndverðum meiði um ástæður verðhækkana og hversu miklar þær hafi verið að teknu tilliti til kostnaðarhækkana. Geir G. Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss, segir það af og frá að fákeppni ríki á markaði með svínakjöt og að hrávöruverðshækkanir skýri verðhækkanir á afurðum. Honum kemur á óvart þær miklu hækkanir sem mælast á verði svínakóteletta, þær séu ekki í takti við hækkanir frá framleiðslustigi.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.