Grindavíkurbær hefur samið við Vigor ehf., dótturfyrirtæki TM Software,  um að hýsa tölvukerfi sín, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Í mörg ár hefur Grindavíkurbær notað Vigor Topplaun við launaútreikninga og önnur launatengd mál.

Til þessa hefur Grindavíkurbær notað eigin tölvu,  en hún bilaði nýlega  og ákveða varð um framhald launavinnsla. Grindavíkurbær leitaði til Vigor um hýsingu.

Sérfræðingar Vigor ehf. komu  Vigor Topplaunum og gögnum Grindavíkur fyrir á tölvubúnaði Vigor og tryggðu þar með áframhaldandi launavinnslu.  Grindavíkurbær getur því nú greitt laun eins og ekkert hafi í skorist, segir í fréttatilkynningunni.