Grindr, stefnumótaforrit fyrir samkynhneigða, hyggst fara á markað með öfugum samruna við sérhæft yfirtökufélag (SPAC) en samningurinn verðmetur félagið á 2,1 milljarð dala eða um 277 milljarða króna.

Fram kemur að smáforritið muni fá 348 milljónir dala við samrunann við SPAC-félagið Tiga Acquisition Corp. Stór hluti af fjármögnuinni fer í að greiða niður skuldir Grindr, að því er kemur fram í frétt Financial Times .

Félagið sagði hins vegar í tilkynningu að fjármunirnir verði nýttir í að styðja við vaxtarsvæði, ráðast í ný verkefni og halda áfram „markvissri vinnu til að berjast fyrir hagsmunum hins alþjóðlega samfélags samkynhneigðra“.

Fari samruninn í gegn verður áætlað virði Grindr í viðskiptunum um þrefalt hærra en 608,5 milljóna dala kaupverðið sem San Vicente Acquisition greiddi fyrir smáforritið árið 2020 eftir að bandarísk stjórnvöld skipuðu þáverandi kínverska eigandanum, Beijing Kunlun Tech, að selja hlut sinn vegna þjóðaröryggisástæðna.

Grindr var með um 10,8 milljónir notendur á síðasta ári, þar af voru 723 milljónir greiðandi áskrifendur. Áskriftargjöld vega meira en helming af tekjum félagsins sem uxu um 30% í fyrra og námu 147 milljónum dala.