*

sunnudagur, 16. júní 2019
Erlent 21. apríl 2019 15:24

Grínista spáð stórsigri í Úkraínu

Grínistinn Volodymyr Zelensky mældist með margfalt fylgi sitjandi forseta fyrir forsetakosningar sem nú standa yfir.

Ritstjórn
Grínistinn og forsetaframbjóðandinn Volodymyr Zelensky stígur útúr kjörklefa eftir að hafa greitt atkvæði fyrr í dag.
epa

Seinni umferð forsetakosningar stendur nú yfir í Ukraínu, en nýjustu kannanir spá grínistanum Volodymyr Zelensky stórsigri.

Umfjöllun Financial Times segir vinsældir Zelensky einna helst mega rekja til vonbrigða með árangur ráðandi afla, og almennrar andúðar gegn þeim, en hann hefur sakað Petro Poroshenko, sitjandi forseta, um spillingu og aðgerðarleysi varðandi staðnandi lífskjör og áframhaldandi átök í austurhluta landsins.

Kosningabaráttan er sögð hafa verið heldur málefnasnauð, en ásakanir um spillingu hafa gengið á báða bóga. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum nýtur Zelensky stuðnings 58% þeirra sem hyggjast mæta á kjörstað, en Poroshenko aðeins 22%.

Zelensky hlaut 30% greiddra atkvæða í fyrri umferð kosninganna þann 31. mars síðastliðinn, en Poroshenko aðeins um 15%. Kjörstöðum lokar klukkan 8 í kvöld að staðartíma, en nokkra daga gæti tekið að ljúka talningu og fá endanlega niðurstöðu.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is