*

miðvikudagur, 20. janúar 2021
Innlent 20. nóvember 2020 15:39

Gripið til víðtækra efnahagsaðgerða

Ríkisstjórnin hefur til að mynda kynnt viðspyrnustyrki og að hlutabótaleiðin verði framlengd til maí 2021.

Ritstjórn
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands.
Árni Sæberg

Ríkisstjórnin hefur boðað frekari fjárhagsaðstoð sökum áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Aðgerðirnar hyggjast styðja meðal annars við atvinnuleitendur, fyrirtæki, lífeyrisþega, barnafjölskyldur og félagslega viðkvæma hópa.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Ísland, sagði á blaðamannafundi að „stóra verkefnið er að tryggja að atvinnuleysi verði ekki langvarandi böl í íslensku samfélagi.“ Enn fremur sagði hún að reikna má með að bóluefni muni berast til Íslands á næsta ári en á meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur gripið til er að framlengja hlutabótaleiðina í núverandi mynd til 31. maí 2021. 

Viðspyrnustyrkir hafa nú þegar verið samþykktir í ríkisstjórn en bíða þinglegrar meðferðar. Aðgerðin nær til þeirra sem hafa orðið fyrir að minnsta kosti 60% tekjufalli í almanaksmánuði á tímabilinu frá 1. nóvember 2020 til og með 31. maí 2021, samanborið við sama almanaksmánuð árið 2019. 

Annars vegar er litið til þeirra sem hafa orðið fyrir 60-80% tekjufalli og hins vegar til þeirra sem hafa orðið fyrir 80-100% tekjufalli. Áætlað er að umfang aðgerðarinnar geti ekki orðið meira en 20 milljarðar króna. 

Greidd verður desemberuppbót til atvinnuleitenda. Full desemberuppbót verður 86.853 og er greidd þeim sem eru í staðfestri atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember – 3. desember og hafa verið án atvinnu í að minnsta kosti 10 mánuði á árinu 2020. Áætlað er að aðgerðin kosti 1,4 milljarða króna.

Einnig verður greitt verður 2,5% viðbótarálag á grunnbætur atvinnuleysistrygginga á árinu 2021. Heildarhækkun grunnbóta nemur þá 6,2%, 17.920 krónum, áætlað er að umfang síðarnefndu aðgerðarinnar er tveir milljarðar króna.

Skerðingamörk barnabóta verður hækkuð, viðbótarstuðningur til tómstundaiðkunar barna af lágtekjuheimilum verður framlengdur. Foreldrar langveikra og alvarlegra fatlaðra barna munu fá desemberuppbót spornað verður við félagslegri einangrun ásamt fleiri aðgerða. Aðgerðirnar má sjá á vef Stjórnarráðsins.