Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest og stjórnarformaður Marels, segir að ekki þurfi að draga dul á að gripið var til sársaukafullra aðgerða hjá Marel í kjölfar efnahagsþrenginga. Árni Oddur er í ítarlegu viðtali við Viðskiptablaðið í nýjasta tölublaði þess.

Hvarflaði aldrei að þér að illa myndi fara fyrir Marel?

„Það þarf ekki að draga dul á að hjá Marel var gripið til sársaukafullra aðgerða. Stjórn Marels samþykkti samhljóma að grípa til viðeigandi ráðstafana sem síðan voru framkvæmdar í byrjun árs 2009. Stjórnkerfið var einfaldað, ný framkvæmdarstjórn var sett á og við réðumst í samþættingu Marels og Stork Food Systems af meiri hraða og krafti en áður. Það var í raun tækifærið sem fólst í niðursveiflunni. Þá var starfsmönnum fækkað um 500-600 manns og starfsemi sem var skilgreind utan kjarnarekstrar Marels var seld.

Þegar horft er um öxl er auðvitað margt sem hefði getað farið úrskeiðis. En það sem gekk var að bæði við og stjórnendateymi Marels sannfærðum fjárfesta og viðskiptavini um að til lengri tíma væri ekkert sem hefði gerst varðandi framtíðarhorfur fyrirtækisins og viðskiptaumhverfið. Við vorum að flytja ákveðna sögu og færðum fyrir því rök. Á endanum varð það svo að viðskiptabankar okkar ákváðu að standa með okkur og við gátum jafnframt styrkt eigið fé frekar með hlutafjárútboði til innlendra sem erlendra fjárfesta.“

-Nánar í Viðskiptablaðinu