Um 4.000 óeirðalögreglumenn gættu þinghússins í Aþenu þegar niðurskurðartillögur í tengslum við skuldaniðurfellingu ríkissjóðs Grikklands voru samþykktar í gærkvöldi. Samþykkir niðurskurðartillögunum voru 199 þingmenn en mótfallnir voru 74.

Niðurskurðartillögurnar eru mjög umdeildar í Grikklandi og þegar gera sumir þingmenn sér vonir um að hægt verði að endursemja við Evrópusambandið og lánveitendur landsins um minni niðurskurð.

Niðurskurðurinn er forsenda þess að Grikkir fái 130 milljarða evra neyðarlán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum auk verulega afskrifta á skuldabréfum útgefnum af ríkissjóði Grikklands.

Grikkir þurfa að endurgreiða 14,5 milljarða evra 20 mars og verulega áhersla erlögð á að ljúka skuldamálum þeirra fyrir þann dag.

Mótmæli fyrir utan þinghúsið í Aþenu.
Mótmæli fyrir utan þinghúsið í Aþenu.