Grískir bankar munu tapa 820 milljörðum króna, 5 milljörðum evra, á því að taka við nýjum skuldabréfum útgefnum af gríska ríkinu í stað eldri bréfa. Þetta er hluti af 109 milljarða björgunaráætlun ESB fyrir Grikkland.

Þetta kemur fram í samtali grísks embættimann við vefútgáfu WSJ. Nýju bréfin eru 21% verðminni en eldri bréfin og eru til 15-30 ára. Líklega mun tapið koma fram í uppgjörum bankanna sem kynnt verða í næsta viku.

Flestir stærstu bankar Evrópu áttu grísk ríkisskuldabréf um munu því þurfa að taka á sig tap vegna þessarar nýju útgáfu.

George Papandreou forsætisráðherra Grikklands og Jose Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
George Papandreou forsætisráðherra Grikklands og Jose Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
George Papandreou forsætisráðherra Grikklands og Jose Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.