Stærstu bankar Grikklands þurfa á eiginfjárinnspýtingu að halda að fjárhæð allt að 30 milljarða evra til að bregðast við afskriftum á skuldabréfum gríska ríkisins.

Endurskipulagning á 200 milljarða skuldum gríska ríkisins á árinu þurrkaði út eiginfjárgrunn stærstu banka landsins og á föstudag lýstu fjórir stærstu bankarnir því yfir að þeir þyrftu meira fé að halda.

Bankarnir ætla að uppfylla eiginfjárkröfur eftirlitsaðila með því að gefa út nýtt hlutafé og með því að gefa út umbreytanleg skuldabréf. Hlutabréfin verða seld með 50% afslætti til að gera þau meira aðlaðandi fyrir fjárfesta, en eftispurn mun að stórum hluta ráðast af efnahagsútlitinu í Grikklandi. Gríska kreppan hefur nú varað í fimm ár og hafa bankarnir sagt að vanskil á útlánum færist í aukana.