Hlutabréf hækkuðu í vikulok á Bandaríkjamarkaði og unnu upp lækkun fyrr í vikunni. Olíuverð lækkaði og í kjölfarið gengu verðbólguvæntingar til baka að hluta, auk væntinga um að Seðlabanki Bandaríkjanna hækki stýrivexti frekar.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 2,1%, Dow Jones hækkaði um 1,4% og Standard & Poor´s hækkaði um 1,5% í dag.

Olíuverð lækkaði um 1,4% og kostar tunnan nú 134,9 Bandaríkjadali.