Hlutabréf hafa hækkað í Evrópu í byrjun dags. Það sem helst veldur er hækkandi verð hrávöru og hækkun banka.

Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan hækkað um 1,3%, í Amsterdam hefur AEX vísitalan hækkað um 1% og í Frankfurt hefur DAX vísitalan hækkað um 1,2%.

CAC 40 vísitalan í París hefur hækkað um 1% og SMI vísitalan í Sviss um 0,75%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan hækkað um 1,9%, í Osló hefur OBX vísitalan hækkað um 1,2% og í Stokkhólmi hefur OMXS vísitalan hækkað um 0,9%.