Hækkun varð á markaði vestan hafs í dag. Eftir rauðan morgun á Wall Street hækkuðu hlutabréf seinni part dags, en vangaveltur um sölu bankans Lehman Brothers og lækkun olíuverðs juku bjartsýni á markaðnum.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 1,3% í dag. Dow Jones vísitalan hækkaði um 1,5% og Standard & Poor´s hækkaði um 1,4%.

Olíuverð lækkaði um 2% í dag og kostar olíutunnan nú 100,5 dali á Bandaríkjamarkaði.