Hlutabréfamarkaðir hafa hækkað í Evrópu nú í morgunsárið en að sögn Reuters fréttastofunnar má rekja hækkanir dagsins til björgunaraðgerða Kínverja sem í gær tilkynntu um tæplega 600 milljarða dala björgunarpakka til handa fjármálakerfi landsins.

Nú þegar flestir markaðir hafa verið opnir í tæplega klukkustund hefur FTSE 100 vísitalan hækkað um 2,6%. Ef fer sem horfir verður þetta áttundi dagurinn af síðustu tíu sem vísitalan hækkar.

Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan hækkað um 2,2%, í Amsterdam hefur AEX vísitalan hækkað um 3,3% og í Frankfurt hefur DAX vísitalan hækkað um 2,9%.

Í París hefur CAC 40 vísitalan hækkað um 3,2% og í Sviss hefur SMI vísitalan hækkað um 2,7%.

Í Kaupmannahöfn OMXC vísitalan hækkað um 3%, í Stokkhólmi hefur OMXS vísitalan um 3,4% og í Osló vísitalan hækkað um 3,8%.