Mesta hækkun í viku varð á Bandaríkjamarkaði í dag, eftir að smásalar tilkynntu um meiri tekjur en spáð hafði verið. Einnig varð hækkun í fjármálageiranum eftir að HSBC Holdings bankinn kynnti betri afkomu en búist hafði verið við, eins og fjallað hefur verið um hér .

Í lok dags hafði Nasdaq vísitalan hækkað um 1,76%, Dow Jones vísitalan hækkaði um 1,02% í dag og Standard & Poor´s hækkaði um 1,1%.

Olíuverð lækkaði í dag um 1,48% og er nú 124,10 Bandaríkjadalir á tunnu.